Ofurmennið var fært jarðarbúum af geimverum sem vildu ná völdum yfir jörðinni.
Af sökum illsku og græðgi mannana var geimveran heilaþvegin og fengin til að vinna sem þræll réttvísarinnar til dauðadags.
Ég er kominn á sjónarsviðið til að taka við þar sem ofurmennið lét af störfum (ef réttlætið hentar mér, ef almannahagsmunir eru í mína þágu, ef ég kem út í gróða, þá er ég mættur á staðinn og berst fyrir smælingjana)
Þetta er heimur ofurmennisins
Hér býr verndari smælingjanna
Andstæðingur skipulagðrar glæpastarfsemi
Mafíósar óttast mig
Kvenmenn dýrka mig
Það er gott að vera ég
Í útvarpinu á leiðinni á þjóðarbókhlöðuna heyrði ég í e-u gimpi sem var að tala um það hve gott það væri að lögleiða fíkniefni. Mig langar aðeins til að staldra hér við.
Gefum okkur að Alþingi myndi samþykkja lögleiðingu eiturlyfja. Hvað myndi þá ske?
ÁTVR yrði breytt í FÁTVR. Úti á landsbyggðinni yrði miklum pening eytt í að koma ríkinu fyrir við hliðina á lögreglustöðvum til verndar starfsfólki.
Lagðar yrðu ofurálögur á eiturlyf, sbr. löglegu fíkniefnin, allt í þágu almennings sem þyrfti að borga fyrir sjúkrahúsvistina sem seinna myndi verða að staðreynd(sem í raun yrði samt ekki nema brotabrot af kostnaði).
Væntanlega yrði aldurstakmarkið 20 ár, eins og er með bjórinn í dag, sem þýðir að ungu fíklarnir gætu ekki keypt í sprautuna sína, þar með kæmi til eftirspurn, sem yrði svalað (að hætti frjálshyggjumanna) með framboði, en þeir sem eru komnir með aldur til, gætu einfaldlega keypt efnin á uppsprengdu verði og selt drýgra á enn hærra verði, hvort sem er gegn láni eða pening, svipað og kráar og bareigendur gera í dag.
Hvað myndi síðan ske ef lántakandi gæti ekki borgað? Ég er ansi hræddur um að hnéskeljarnar myndu fá að finna rækilega fyrir því.
Rök sem hafa verið leidd með því að lögleiða eiturlyf hafa stigið að því að eftirlit verði betra!...Þarna kæmi náttúrulega ríkið inn í (sem er þvert á stefnu frjálshyggjumanna, sem vilja fremur skert ríkisafskipti heldur en aukin), sem innflytjandi, heildsali, smásali og sem löggæslueftirlit (Ég hef persónulega séð hvað þessi lyf gera manni og það er ekki ódýrt, veit það af fenginni reynslu)...Ég sé ekki að neinn einkaaðili gæti séð um allt þetta svo að allir kæmu vel út (reyndar sé ég ekkert gott við fíkniefni(eins og væntanlega flestir))
Auðvitað mun aldrei koma til þess að lögleiðing eiturlyfja verði samþykkt, enda myndu viðkomandi þingmenn fremja pólitískt sjálfsmorð með því, allaveganna eins og málin snúa í þjóðfélaginu í dag.
"God bless those pagans."
:: jójó 9:26 f.h. [+] ::
...