Ofurmennið var fært jarðarbúum af geimverum sem vildu ná völdum yfir jörðinni.
Af sökum illsku og græðgi mannana var geimveran heilaþvegin og fengin til að vinna sem þræll réttvísarinnar til dauðadags.
Ég er kominn á sjónarsviðið til að taka við þar sem ofurmennið lét af störfum (ef réttlætið hentar mér, ef almannahagsmunir eru í mína þágu, ef ég kem út í gróða, þá er ég mættur á staðinn og berst fyrir smælingjana)
Þetta er heimur ofurmennisins
Hér býr verndari smælingjanna
Andstæðingur skipulagðrar glæpastarfsemi
Mafíósar óttast mig
Kvenmenn dýrka mig
Það er gott að vera ég
Margir hafa tjáð sig um það, fæstir sagt það gott og blessað, ég ætla ekkert að tjá mig um ágæti þess eða óágæti.
Mér finnst það hins vegar sérstakt, hve mikið á móti stríði fólk er. Komi e-r með spjald, sem á segir "bombum Írak", er hann bombaður í andlitið eða þvíumlíkt! Skoðanir stríðsstuðningsmanna, eiga jafn mikinn "rétt" á sér og skoðanir anti-stríðs-sinna í bandaríkjunum....þetta "fólk" á varla tilverurétt, segi það sinn hug...hvað er að fólki???
Í Íslandi í morgun, fimmtudaginn 20. mars, var símakosning um það, hvort almenningur væri hlynntur stríði eða ekki. Það segir mér svo hugur um, að margir hafi ekkert betra við peninginn sinn að gera og hringt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, á meðan þeir sem aðhyllast stríð, gáfu skít í þetta...ég gef ekki mikið fyrir þessa kosningu, sérstaklega eftir að hafa séð hvers konar lið var að mótmæla fyrir framan sendiráð...ég held það þurfi ekkert að vinna...þetta sé þeirra leið til að fá félagsskap eða e-ð?
ATH, nú er ég ekki að gagnrýna fólk fyrir skoðun sína, ég er fylgismaður frjálsra skoðanaviðrana => er ég á móti fólki, sem verður brjálað því það sér fólk sem er með aðrar skoðanir en það. Ég þoli ekki samfylkinguna og það sem hún stendur fyrir (hentugleika og ekkert), en fíla vel flest fólk sem ég þekki innan hennar.
:: jójó 4:03 e.h. [+] ::
...