Ofurmennið var fært jarðarbúum af geimverum sem vildu ná völdum yfir jörðinni.
Af sökum illsku og græðgi mannana var geimveran heilaþvegin og fengin til að vinna sem þræll réttvísarinnar til dauðadags.
Ég er kominn á sjónarsviðið til að taka við þar sem ofurmennið lét af störfum (ef réttlætið hentar mér, ef almannahagsmunir eru í mína þágu, ef ég kem út í gróða, þá er ég mættur á staðinn og berst fyrir smælingjana)
Þetta er heimur ofurmennisins
Hér býr verndari smælingjanna
Andstæðingur skipulagðrar glæpastarfsemi
Mafíósar óttast mig
Kvenmenn dýrka mig
Það er gott að vera ég
Nú rekur mig alfarið í rogastans með skransi og stæl, ég er farinn að tala um veðrið. Venjulega er veður ekkert annað en vandræðalegt hjal hjá fólki á deiti, en hefur engan sýnilegan áhuga á en er samt fast á.....draumastaða fæstra, geri ég ráð fyrir!
Hvernig stendur þá á því að ég skuli vera að skrifa þetta? Er ég hættur að finna góð umræðuefni? Er ég búinn að missa allan áhuga á öllu sem heitir blogg? Er ég orðinn leiðinlegur? Hef ég engann tíma í þessa "vitleysu" lengur? Nei, svarið er ekki svo einfalt, en einfalt er það þó!
Núna, undanfarna daga, í lok mars, þá hef ég tekið eftir því, að svo virðist sem að á milli fjarskanistan og Reykjavíkur, séu tvö mismunandi veðurbelti, annað hlýtt, hitt kalt....það er mjög sjaldgæft að þessi tvö séu á sama stað, tvisvar í röð. Hins vegar, hefur virst sem svo að 3, jafnvel 4 veðurbelti séu að bítast um Reykjavíkina, því veðrið virðist breytast með hverri mínútunni (5 mínútur til að vera nákvæmur)....þykir mér það skrýtið í meira lagi!
Einnig ber að taka tillit til þess, að í svona "veðri" er ekki óalgengt að menn standi í bakteríugróðri og öðrum óbjóð, sem er ekki sniðugt.
:: jójó 6:17 e.h. [+] ::
...