Ofurmennið var fært jarðarbúum af geimverum sem vildu ná völdum yfir jörðinni.
Af sökum illsku og græðgi mannana var geimveran heilaþvegin og fengin til að vinna sem þræll réttvísarinnar til dauðadags.
Ég er kominn á sjónarsviðið til að taka við þar sem ofurmennið lét af störfum (ef réttlætið hentar mér, ef almannahagsmunir eru í mína þágu, ef ég kem út í gróða, þá er ég mættur á staðinn og berst fyrir smælingjana)
Þetta er heimur ofurmennisins
Hér býr verndari smælingjanna
Andstæðingur skipulagðrar glæpastarfsemi
Mafíósar óttast mig
Kvenmenn dýrka mig
Það er gott að vera ég
Þegar ég vaknaði í morgun, var ekki laust fyrir að ég hafði elst um ár eða meira. Þó ég hafi ekki fundið grá hár, þrátt fyrir ítarlega leit, fann ég þau ekki, en ég veit að þau eru þarna.
Þrátt fyrir að ég hvorki sjái, né finni fyrir hrukkum, þá veit ég líka að þær eru þarna. Það er greinilegt að sex-appealið er farið að vaxa, því gellzin virðast bara ekki getað látið mig í friði (og hef ég ekkert undan því að kvarta).
Ég er nú orðinn jafngamall og michael jackson var þegar hann sló í gegn 1979. Ef ég fer ekki að passa mig, fæ ég beinþynningu og kölkun ágerist....ég er kominn hálfa leið í gröfina!!!
:: jójó 1:38 e.h. [+] ::
...