Ofurmennið var fært jarðarbúum af geimverum sem vildu ná völdum yfir jörðinni.
Af sökum illsku og græðgi mannana var geimveran heilaþvegin og fengin til að vinna sem þræll réttvísarinnar til dauðadags.
Ég er kominn á sjónarsviðið til að taka við þar sem ofurmennið lét af störfum (ef réttlætið hentar mér, ef almannahagsmunir eru í mína þágu, ef ég kem út í gróða, þá er ég mættur á staðinn og berst fyrir smælingjana)
Þetta er heimur ofurmennisins
Hér býr verndari smælingjanna
Andstæðingur skipulagðrar glæpastarfsemi
Mafíósar óttast mig
Kvenmenn dýrka mig
Það er gott að vera ég
Einu sinni, þegar ég var lítill, fór ég til bandaríkjanna (nokkrum sinnum reyndar). Það var gaman.
Einu sinni, þegar ég var að koma heim frá bandaríkjunum, datt mér í hug, að setja tvo hluti, sem mér hafði verið gefnir, í töskunar, sem fór í "the overhead department".
Þessir hlutir voru (mjög raunverulegir): afsöguð hendi (bein stendur úr, kjötið virðist blóðrautt), og afsagaður fótur (við ökkla, sömu einkenni og hjá hendinni).
Eins og fyrr segir, fór ég með þessa hluti í flugvélina, eins og annar farangur, þurfti ég að setja töskuna, sem geymdi þessa hluti, í gegnumlýsingu. Þegar ég var kominn í gegnum vopnahliðið (það bípaði ekki), þá biðu 5 vopnaðir verðir, hver með hendina á byssunni sinni, og sá er hafði sig mest í frammi, sagði: "Excuse me sir (ég var 16 ára at the time, sénsinn að ég hafði verið kallaður "sir" áður), could you open you bags please". Ég gerði það sem sagt, þegar tollarar sáu hvað þetta í raun var, varð glatt á hjalla og einhver hafði að orði, "It's a toy", sem síðan var matreitt með hlátri.